Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...

Nánar

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?

Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....

Nánar

Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?

Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...

Nánar

Hver er algengasti gjaldmiðill heims?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renmin...

Nánar

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...

Nánar

Hver fann upp golf?

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...

Nánar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

Nánar

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

Nánar

Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...

Nánar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

Nánar

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...

Nánar

Hvenær ríktu Rómverjar?

Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...

Nánar

Fleiri niðurstöður